Kennarar Heilsuskólans

Kennarar Heilsuskólans

Tanya Dimitrova

Tanya Dimitrova

 

Vefsíða Tönyu

Strong vefsíða Tönyu

Tanya Dimitrova er löggiltur alþjóðlegur heilsuræktar- og danskennari með yfir 30 ára reynslu. Hún rekur Heilsuskóla Tanyu í Kópavogi. Hún hefur verið að dansa frá 3 ára aldri. Tanya stofnaði Dans-Dívu sýningar danshópinn á árinu 2010. Er meðlimur í Delta Kappa Gamma – félag kvenna í fræðslustörfum. Áhugamál hennar fyrir utan dans og fitness eru fagurbókmenntir, ljóðskáldskapur, dýravernd og sakamálarannsóknir. Uppháhalds stundirnar eru að fá Dans Dívurnar með sér upp á sviði!

 

Réttindi:
Certified Body Pump instructor
Certified Body Step instructor
Certified Body Combat instuctor
Certified Body Jam instructor
Certified Body Vive instructor
Certified Les Mills Tone instructor
Certified Les Mills Barre instructor
Certified RPM instructor
Certified Gravity instructor
Cerrified Fit Pilates instructor
Certified Zumba Fitness dance instructor + Pro Skills (Professional cueing course)
Certified Zumba Gold dance instructor
Certified Zumba Toning instructor
Certified Aqua Zumba instructor
Certified Zumba Gold Toning instructor
Certified Zumbatomic instructor
Certified Zumba Core instructor
Certified Zumba Glutes instructor
Certified Zumba Burst instructor
Certified Zumba Sentao instructor
Certified Zumba Step instructor
Certified World Rhythms instructor
Certified Zumba Kids and Kids Jr. instructor
Certified STRONG by Zumba instructor
Certified Bellicon Academy (Trampoline Fitness) instructor
Certfied professional dancer (1987)

combat-fitness

Sensei Halldór Svavarsson

Vísindamaðurinn Prof. Dr. Halldór Svavarsson

Vefsíða Halldórs

Halldór in karate action

Sensei Halldór Svavarsson er mjög reyndur íþróttamaður, margfaldur Íslandsmeistari í karate, fyrrum Norðurlanda meistari í frjálsum bardaga og fyrrum landsliðsþjálfari í karate.

 

Þórdís Edda Guðjónsdóttir hefur verið sjálfstætt starfandi jógakennari frá 2012 og einkaþjálfari frá 2013. Kennir Curvy Yoga, Yoga for Round Bodies, grunntíma í jóga, klassískt jóga, einkatíma, Vinyasa, mjúkt jóga, jóga fyrir börn og jóga fyrir unglinga. Er skráður JKFÍ-RYT-500 jógakennari hjá Jógakennarafélagi Íslands, sjá http://www.jogakennari.is/kennarar Var meðstjórnandi í Jógakennarafélagi Íslands 2014-2015 og ritari 2015-2018.

Þórunn Stefánsdóttir er með áralanga reynslu af líkamsræktar kennslu m.a. úr Baðhúsinu, Sporthúsinu, WorldClass og Hilton Reykjavík Spa. Hún er ÍAK einkaþjálfari og með kennarapróf í Fit Pilates 2009. Hún er með alþjóðleg kennararéttindi frá LES MILLS í : Body Pump, CXWORKS, GRIT seríunni þ.e. Strength/Plyo/Cardio ásamt Sh’bam. Einnig hefur hún sótt námskeið í Tæfitnessboxing í Tælandi og Ketilbjöllunámskeið hjá Steve Maxwell ásamt ýmsum næringar-og bætiefnanámskeiðum víða. Áhugamál hennar tengjast flest líkamsrækt og heilbrigðum lífstíl, söng og tónlíst (enda menntaður óperusöngvari með langan starfsferil þar líka). Hún kennir alls konar tíma, m.a. styrk og þol, Tabata, ketilbjöllutíma, HIIT, Buttlift, Fit Pilates og core-tíma.

 

 

 

Marta Ruth

Marta Ruth Guðlaugsdóttir hóf ballett nám í Listdansskóla þjóðleikhússins 9 ára í klassískum ballett og hefur tekið þátt í fjölmörgum sýningum á vegum skólans ásamt ýmsum sýningum Þjóðleikhússins. Þar má nefna verkin Meyjarskemmuna, Largo y Largo, Kardimommubæin og Rympu á Ruslahaugnum.
Dansinn átti hug hennar og hjarta öllum stundum. Hún fór 14 ára til Bournmouth á námskeið í ballett og sköpun hjá ballettkennurunum Alan og July Carter. Einnig stundaði hún nám hjá erlendum gestakennurum í Kramhúsinu og Dansnýjung Kollu til að öðlast sem víðtækasta reynslu af hinum ýmsu danstegundum svo sem nútímadansi og jazz.
Marta lagði land undir fót og fór til London 17 ára gömul þar sem hún stundaði dansnám, leiklist og söng í um tveggja ára skeið í listaháskólanum London Studio Centre. Hún tók þátt í sýningum á vegum skólans, þar á meðal í söngleiknum Show Boat.
Marta Ruth hélt áfram að stunda dans á Íslandi til 23 ára aldurs. Dansaði hún meðal annars í hinum vinsæla þætti Hemma Gunn í Ríkissjónvarpinu og tók þátt í uppfærslu Íslenska dansflokksins á Copeliu í Borgarleikhúsinu.
Eftir töluvert hlé frá dansi kynntist hún Zumba og dansgleðin tók völdin aftur í lífi hennar.
Hún hefur síðan aflað sér alþjóðlegra Zumba-kennararéttinda ásamt Zumba Gold.
Marta Ruth hefur einnig réttindi til að kenna Jallabina, sem er nýtt byltingarkennt dansræktarprógramm með áhrifum frá danshefðum Mið-Austurlanda. Hún er Official Jallabina Instructor.
Marta Ruth hefur brennandi áhuga á hreyfilist og vill gjarnan miðla til annarra af reynslu sinni, dans gleði og þekkingu. Hún stundar nú nám í sálfræði við Háskóla Íslands.