YOGA Í VATNI og DJÚPSLÖKUNAR FLOT námskeið í Kópavogs lauginni

YOGA Í VATNI  og DJÚPSLÖKUNAR FLOT námskeið í Kópavogs lauginni tvisvar í viku

Streitulosandi þjálfun í vatni – ljúfar teygjur, jóga æfingar og djúpslökunar flot í Kópavogslauginni

Viltu endurheimta kyrrðina í líkamanum, önduninni og huganum? 6-vikna námskeið í djúpslökun í vatni tvisvar í viku. Kennt verður í innilauginni. Tímar kl. 20.20 á þriðju- og fimmtudögum. Kennari – Tanya. Innifalið í verði er afnot af flotbúnaði sem lætur þig upplifa einstakt þyngdarleysi í vatninu. Hver iðkandi þarf að hafa eigið aðgangskort í Kópavogslaugina en allir 18 ára og yngri og 67 ára og eldri fá frían aðgang. Núvitund, djúpslökun og streitulosun fyrir svefninn undir áhrifum róandi tónlistar.