STERK OG LIÐUG – námskeið fyrir konur eldri en 60 ára

Kaupa Sterk og liðug námskeið þirsvar í viku

Sterk og liðug er námskeið fyrir konur 60 ára og eldri. Tímarnir verða sérsniðnar að þátttakendum og þörfum þeirra. Við byrjum á léttri upphitun og og við tekur einföld leikfimi til að örva blóðrásina og auka liðleika. Eftir það gerum við rólegar styrkjandi æfingar með það sem markmið að rétta úr bakinu, bæta líkamsstöðu, minnka bakverki, verki í hnjám og mjöðmum. Í lok tímans gerum við árangursríkar teygjur á meðan líkaminn er ennþá heitur til að lengja vöðvana og vinna gegn gigtarverkjum. Þetta námskeið verður sérsniðið fyrir konur á besta aldri, sem eru ungar í anda, en hafa ekki lengur líkama til að stunda hefðbundna líkamsrækt. Þú getur ennþá stundað markvissa þjálfun án þess að ofreyna liðamótin. Við þurfum að halda áfram að hreyfa okkur með hækkandi aldri til þess að viðhalda góðri líkamlegri og andlegri heilsu.

Tímar kl. 7.00 á mánu-, miðviku- og föstudögum.

Kaupa Sterk og liðug námskeið þirsvar í viku

Hópmyndir í Heilsuskólanum 2016