STRONG™ by Zumba

Kaupa Strong™ by Zumba námskeið

Strong™ by Zumba æfingakerfið sameinar snöggálagsþjálfun með stuttum en krefjandi lotum og vísindi svonefndrar samhæfðar tónlistar-hvatningu (Synced Music Motivation). Í hverjum tíma er tónlistin og þínar hreyfingar samhæfðar á þann hátt að hvetja þig áfram umfram þína huglægu takmörkun til þess að ná markmiðum þínum hraðar. Þetta er það nýjasta og er að verða vinsælasta æfingakerfi á vesturlöndum, sem skilar árangri hratt.

Í Strong æfingakerfinu muntu þjálfa hvern einasta vöðva líkamans bara með því að nota þinn eigin líkamsþyngd, sem mun gera þig sterkari, tóna og gera vöðvana þína sýnilegri.

Þol- og styrktaræfingum er blandað saman á markvissan hátt til að tryggja þátttakendum skjótan árangur. Í þessum tímum er leitast eftir því að mynda hinn svokallaða eftirbruna sem er áframhaldandi fitubruni í nokkra klukkutíma eftir að æfingunni lýkur.

Vertu sterkari hraðar með því að gera erfiðari æfingar en þú hélst að þú gætir gert til að ná þínum metnaðarfullum markmiðum.

Tónlistin hefur aldrei áður látið þig svitna eins!

Hvað er Strong™ by Zumba – horfa á vídeó

Hópmyndir í Heilsuskólanum 2016

Kaupa Strong™ by Zumba námskeið

 

Sagan hennar Oddrúnar

Sumarið 2015 fór Oddrún Ólafsdóttir í pop-up Aqua Zumba tíma  í Ásgarði. Þá um haustið byrjaði hún svo að stunda Aqua Zumba hjá Kristbjörgu. Eins og svo margir var hún búin að prófa allt undir sólinni í líkamsrækt og einhvern veginn hentaði ekki neitt. Það var líka erfitt að mæta á staðinn rúmlega 150 kg og ætla að fara að taka eitthvað á því. Fyrsti veturinn í Aqua Zumba missti hún 10 kg.

Það var svo um vorið 2016 að Oddrún fór í magahjáveitu aðgerð. Þegar það var orðið auðveldara að léttast þá varð líka auðveldara að hreyfa sig. Haustið 2016 byrjaði Oddrún í Zumba fyrir byrjendur í Heilsuskóla Tönyu. Aqua Zumba heillaði svo mikið að hún vildi sjá hvort Zumba á landi yrði jafn skemmtilegt. Oddrún fór aðeins lengra út fyrir þægindaramman þegar hún ákvað að skrá sig á Strong by Zumba námskeið hjá Tönyu. Í byrjun gat hún ekki einu sinni farið niður á golf og gerði gólfæfingarnar ýmist standandi eða sitjandi á stól. En ekki gafst hún upp!

Á ekki lengri tíma hefur ýmislegt runnið til sjávar. Í febrúar 2017 fékk Oddrún réttindi sem Zumba Fitness, Zumba Kids kennari og er komin með Aqua Zumba kennararéttindi. Sumarið 2017 steig hún svo enn lengra út fyrir þægindaramman og skráði sig á réttindanámskeið í Strong by Zumba. Oddrún hefur nú prófað að kenna Aqua Zumba á námskeiðunum hjá Kristbjörgu og hjá Tönyu.

Í dag þakkar Oddrún Zumba árangurinn sem hún hefur náð. Því án allrar þessarar hreyfingar hefði hún ekkert endilega náð að halda sér svona vel í horfinu. Komin í kjörþyngd og alveg ótrúlega sátt með lífið. Oddrún er fyrirmynd og innblástur fyrir marga til að halda áfram, gefast ekki upp og vera óhrædd við að láta drauma sína rætast þrátt fyrir að í fyrstu virðist það vera ómögulegt. Kjörorð Oddrúnar er:

Zumba lágmark einu sinni á dag.