STRETCH AND SHAPE – TEYGJUN OG MÓTUN

STRETCH AND SHAPE – TEYGJUN OG MÓTUN – NÝTT NÁMSKEIÐ FYRIR KONUR OG KARLMENN

Kaupa STRETCH AND SHAPE – TEYGJUM OG MÓTUN námskeið

Það er óþarfi að vera stirður, það er óþægilegt að finna til í vöðvunum og liðamótunum morguninn eftir erfiða æfingu eða bara þegar við vöknum snemma á morgnanna. Flestir telja að maður sé annaðhvort liðugur að eðlisfari eða ekki, en það er rangt. Það þarf að vinna að eigin liðugleika með því að teygja á öllum líkamanum, reglulega og markvisst.

Stretch and shape námskeiðið mun hjálpa þér að verða liðugri og lina sársauka í liðamótunum og vöðvafestunum. Mælt er með því að mæta í tímana í skíða ullar-undirfötum eða í sauna æfingagalla til að halda hita í vöðvunum. Í hverjum tíma verður teygt rólega og á árangursríkan hátt á öllum helstu vöðvum og vöðvafestum. Við byrjum á standandi teygjum, svo gerum við sitjandi teygjur og í lokin gerum við liggjandi teygjur. Við notumst við teygju-hjálpartæki við framkvæmd teygjuæfinganna. Æft verður í litlum og lokuðum hópi og teygjuæfingarnar verða sérsniðnar að þörfum þátttakendanna. Þú munt finna mikinn mun á líkama þínum strax eftir fyrsta námskeiðið.

Strech and shape námskeiðið er fyrir fólk sem finnur fyrir stirðleika í líkamanum, ýmist vegna reglubundinna erfiðra æfinga svo sem Crossfit, Bootcamp, STRONG eða lyftingar; vegna aldurs eða bakvandamála eða liða- og vefjagigtar.

Kaupa STRETCH AND SHAPE – TEYGJUM OG MÓTUN námskeið