LES MILLS BARRE

LES MILLS BARRE

Kaupa 4-vikna Les Mills Barre námskeið

Ballet-inspired workout to shape and tone.

LES MILLS BARRE™

Nýtt og frumlegt æfingakerfi frá Les Mills, Nýja Sjálandi, innblásið af klassískum balletti, mótar líkamann og tónar vöðvana.

LES MILLS BARRE™ er nútíma útgáfa af klassískri ballett þjálfun; 45-mínútna æfing sem hönnuð hefur verið til að móta allan líkamann, bæta og styrkja stoðkerfið, bæta líkamsstöðu, byggja styrk í kviðvöðvunum og mjóbakinu og gefur frelsi frá hversdagsamstrinu. Klassískar ballettstellingar og hreyfingar eru innbygðar í æfinga kerfinu með nútíma tónlist. LES MILLS BARRE™ samanstendur af þolþjálfun og styrktarþjálfun með endurtekningum af ballett hreyfingum og notkun léttra handlóða.

Ef þú ert að leita að öðruvísi fitness æfingakerfi, ert með nostalgíu fyrir ballett sem þú stundaði á yngri árum eða vilt finna nýtt listrænt form til að tjá þig í gegnum, þá muntu elska LES MILLS BARRE™. Þar sem við notum ekki  hefðbundna ballett stöng til að styðja sig við, þurfa allir vöðvarnir í líkamanum þínum að vinna stöðugt til að veita stöðugleika og árangurinn finnst fljótt. LES MILLS BARRE™ er mjög fallegt, fágað og listrænt æfinga kerfi, en framkallar samt bruna í vöðvunum.

Þú getur mætt á æfingu í ballett fötum eða venjulegum æfingafötum og ballett skóm (ekki táskóm).

Les Mills Barre kynning