FIT and FABULOUS

AÐHALDSNÁMSKEIÐ
AðhaldFinal
Tímar kl. 6.00 eða 17.10.
20160208_172357
Aðhaldsnámskeiðið FIT and FABULOUS er mjög fjölbreytt. Þú færð að prófa þolþjálfun, styrktarþjálfun, lyftingar með lausum lóðum, Tabata, stöðvaþjálfun, Body Pump, Body Vive, Les Mills Tone, Les Mills Barre, Brazil Butt Lift, Zumba, plyometrics, P90X, PiYo. Á þessu námskeiði munu allir finna eitthvað við sitt hæfi. Daglegur stuðningur og ráðgjöf í lokuðum Facebook hóp. Tanya hefur hjálpað mörgum konum s.l. 30 ár að ná tökum á þyngdinni og grennast verulega til frambúðar.
Litlir hópar og persónuleg kennsla. Vigtun, ummáls- og fitumælingar verða í byrjun og í lok námskeiðsins; vigtun – í hverri viku. Þú munt fá ráðgjöf um hentugt mataræði með því markmiði að bæta heilsuna, grennast og breyta um lífsstíl.
Heilsuskóli Tanyu er lítill og persónulegur heilsuræktarskóli. Hér er notalegt og afslappað umhverfi þar sem þér mun líða vel og þú munt fá þá fræðslu og leiðsögn sem þú þarfnast til þess að hugsa betur um þig og þína heilsu. Tanya Dimitrova er löggiltur heilsuræktar- og danskennari með nær 30 ára reynslu.
Það skiptir tvímælalaust sköpum að hreyfa sig reglulega og það er nauðsynlegt bæði heilsunnar vegna og til að bæta líkamsímynd okkar. Ekki fresta því sem mikilvægast er: að hugsa vel um þig og þína heilsu. Tryggðu þér pláss á næsta námskeiði. Skráðu þig með því að senda tölvupóst með nafni, kennitölu, símanúmeri, tegund námskeiðs, tímasetningu og fjölda tíma per viku sem óskað er eftir á heilsuskolitanyu@heilsuskolitanyu.is.