Aðhald/Kvennaleikfimi/FIT and FABULOUS

KVENNALEIKFIMI

 KvennaleikfimiFinal
Tímar kl. 6.00 á mánu-, miðviku- og föstudögum.
 20160208_172357
Back to basics! Þessir tímar eru fyrir konur sem vilja hreyfa sig undir fagmannlegri leiðsögn, styrkja sig, líða betur og hugsa vel um heilsuna. Við munum fá að njóta gömlu góðu Jane Fonda æfinganna með einföldum sporum, fjölbreyttum styrktaræfingum með áherslu á maga, rass, læri og upphandleggi. Í lok hvers tíma verða góðar og árangursríkar teygjur og slökun.
Ef óskað er, verða vigtun, ummáls- og fitumælingar í boði í byrjun og í lok hvers námskeiðs. Sömuleiðis er hægt að fá ráðgjöf um hentugt mataræði með markmiði að bæta heilsuna, grennast eða breyta um lífsstíl.
Heilsuskóli Tanyu er lítill og persónulegur heilsuræktarskóli. Hér er notalegt og afslappað umhverfi þar sem þér mun líða vel og þú munt fá þá fræðslu og leiðsögn sem þú þarfnast til þess að hugsa betur um þig og þína heilsu. Tanya Dimitrova er löggiltur heilsuræktar- og danskennari með nær 30 ára reynslu.
Það skiptir tvímælalaust sköpum að hreyfa sig reglulega og það er nauðsynlegt bæði heilsunnar vegna og til að bæta líkamsímynd okkar. Ekki fresta því sem mikilvægast er: að hugsa vel um þig og þína heilsu. Tryggðu þér pláss á næsta námskeiði. Skráðu þig með því að senda tölvupóst með nafni, kennitölu, símanúmeri, tegund námskeiðs, tímasetningu sem óskað er eftir á heilsuskolitanyu@heilsuskolitanyu.is.