Zumba Fitness/Toning/Sentao/Step

ZUMBA FITNESS PARTY
ZumbaFitnessJuly2014
Zumba Fitness er skemmtileg, árangursrík og einföld fitubrennslu og þolþjálfunnarveisla, sem er full af gleði og fyllt innblæstri frá Latin dansi. Zumba samanstendur af heitustu og frumlegustu blöndu af tónlist á borð við Salsa, Merengue, Reggaeton, Cumbia og Calipso danssporum. Þar að auki lærum við Hip-Hop, Bollywood, magadans, Swing, Twist, Disco og Flamenco.
Á námskeiðinu blöndum við Zumba Fitness, Zumba Toning (með maracas hristur), Zumba Sentao (með stólum) og Zumba Step (á pöllum).
Zumba er fyrir fólk á öllum aldri. Í Zumba tímunum hjá Tanyu munt þú læra að dansa, öðlast betri líkamsstöðu og meira sjálfstraust.
Zumba mun koma þér í betra form og betra skap á sama tíma. Tíminn líður hratt í Zumba, þar sem Zumba er hörkuerfið æfing í dulargervi. Þér finnst þú vera að dansa og leika þér á meðan líkaminn þinn er að brenna fullt af hitaeiningum. Zumba mun móta kviðvöðvana þína, mjaðmirnar og lærin. Meira en 15 milljónir manna um allan heim stunda Zumba, sem er vinsælasta fitness æðið í dag.
Tanya stofnaði sýningardansflokkinn Tanya og Zumba Dívurnar á árinu 2010 sem hefur verið með skemmtiatriði við mörg opinber hátíðarhöld á höfuðborgarsvæðinu (s.s. á þjóðhátíðardegi Íslands).
Heilsuskóli Tanyu er lítill og persónulegur heilsuræktarskóli. Hér er notalegt og afslappað umhverfi þar sem þér mun líða vel og þú munt fá þá fræðslu og leiðsögn sem þú þarfnast til þess að hugsa betur um þig og þína heilsu. Tanya Dimitrova er löggiltur heilsuræktar- og danskennari með nær 30 ára reynslu.
Það skiptir tvímælalaust sköpum að hreyfa sig reglulega og það er nauðsynlegt bæði heilsunnar vegna og til að bæta líkamsímynd okkar. Ekki fresta því sem mikilvægast er: að hugsa vel um þig og þína heilsu. Tryggðu þér pláss á næsta námskeiði. Skráðu þig með því að senda tölvupóst með nafni, kennitölu, símanúmeri, tegund námskeiðs, tímasetningu og fjölda tíma per viku sem óskað er eftir á heilsuskolitanyu@heilsuskolitanyu.is.

Sagan hennar Oddrúnar

Sumarið 2015 fór Oddrún Ólafsdóttir í pop-up Aqua Zumba tíma  í Ásgarði. Þá um haustið byrjaði hún svo að stunda Aqua Zumba hjá Kristbjörgu. Eins og svo margir var hún búin að prófa allt undir sólinni í líkamsrækt og einhvern veginn hentaði ekki neitt. Það var líka erfitt að mæta á staðinn rúmlega 150 kg og ætla að fara að taka eitthvað á því. Fyrsti veturinn í Aqua Zumba missti hún 10 kg.

Það var svo um vorið 2016 að Oddrún fór í magahjáveitu aðgerð. Þegar það var orðið auðveldara að léttast þá varð líka auðveldara að hreyfa sig. Haustið 2016 byrjaði Oddrún í Zumba fyrir byrjendur í Heilsuskóla Tönyu. Aqua Zumba heillaði svo mikið að hún vildi sjá hvort Zumba á landi yrði jafn skemmtilegt. Oddrún fór aðeins lengra út fyrir þægindaramman þegar hún ákvað að skrá sig á Strong by Zumba námskeið hjá Tönyu. Í byrjun gat hún ekki einu sinni farið niður á golf og gerði gólfæfingarnar ýmist standandi eða sitjandi á stól. En ekki gafst hún upp!

Á ekki lengri tíma hefur ýmislegt runnið til sjávar. Í febrúar 2017 fékk Oddrún réttindi sem Zumba Fitness, Zumba Kids kennari og er komin með Aqua Zumba kennararéttindi. Sumarið 2017 steig hún svo enn lengra út fyrir þægindaramman og skráði sig á réttindanámskeið í Strong by Zumba. Oddrún hefur nú prófað að kenna Aqua Zumba á námskeiðunum hjá Kristbjörgu og hjá Tönyu.

Í dag þakkar Oddrún Zumba árangurinn sem hún hefur náð. Því án allrar þessarar hreyfingar hefði hún ekkert endilega náð að halda sér svona vel í horfinu. Komin í kjörþyngd og alveg ótrúlega sátt með lífið. Oddrún er fyrirmynd og innblástur fyrir marga til að halda áfram, gefast ekki upp og vera óhrædd við að láta drauma sína rætast þrátt fyrir að í fyrstu virðist það vera ómögulegt. Kjörorð Oddrúnar er:

Zumba lágmark einu sinni á dag.