Burlesque/Las Vegas showgirl ballet 18+

BURLESQUE DANS / Las Vegas showgirl ballet
BurlesqueFinal
 IMG_4523
 Burlesque dans námskeiðið er bland af dansi og leiklist og mun stuðla að því að þú verðir sátt við eigin líkama og eigin kvenleika. Við munum læra að ganga, hreyfa okkur og dansa á kvenlegan hátt í takt við seiðandi tónlist. Við notum upphitun, cool down og teygjur úr klassískum og jazz balleti. Á námskeiðinu lærum við einfaldar, en skemmtilegar dansrútínur við jazz og cabaret tónlist og Las Vegas style dans rútínur. Hentugur klæðnaður í tímunum eru leggingsbuxur eða sokkabuxur og stuttbuxur yfir, toppur, ballet skór og dansskór með lágum hælum.   Þú munt öðlast betri líkamsstöðu, meiri úthald, kvennlegri hreyfingar og meira sjálfstraust. Umfram allt muntu þó skemmta þér konunglega og losa þig við streitu dagsins eftir erfiðan vinnudag.
Heilsuskóli Tanyu er lítill og persónulegur heilsuræktarskóli. Hér er notalegt og afslappað umhverfi þar sem þér mun líða vel og þú munt fá þá fræðslu og leiðsögn sem þú þarfnast til þess að hugsa betur um þig og þína heilsu. Tanya Dimitrova er löggiltur heilsuræktar- og danskennari með nær 30 ára reynslu.