Spinning Inferno

SPINNING INFERNO
Spinning inferno maí 2015 Facebook
Tímar kl. 6.00 á þriðju- og fimmtudögum.
Þetta námskeið mun koma þér verulega á óvart.  Einungis 6-manna hópar. Tímar tvisvar í viku kl. 17.30 á þriðju- og fimmtudögum. Tíminn samanstendur af 40-mínútna spinning tíma við taktfasta skemmtistaða partý-tónlist þar sem þú munt brenna helling af hitaeiningum. Þáttakendur stjórna sjálfir mótstöðu spinning hjólsins en tónlistin stjórnar hraðanum. Strax þar á eftir taka við 5-mínútna teygjur. Þessi snilldar samsetning mun auka þol og þrek þitt, örva fitubrennsluna, styrkja miðju líkamans (core muscles), lær- og rass vöðvana og koma þér í gott skap með frábærri og hvetjandi tónlist. Einungis 6 manns per hóp, hentar jafnt konum sem körlum. Hágæða spnning hjól.
Heilsuskóli Tanyu er lítill og persónulegur heilsuræktarskóli. Hér er notalegt og afslappað umhverfi þar sem þér mun líða vel og þú munt fá þá fræðslu og leiðsögn sem þú þarfnast til þess að hugsa betur um þig og þína heilsu. Tanya Dimitrova er löggiltur heilsuræktar- og danskennari með nær 30 ára reynslu.
Það skiptir tvímælalaust sköpum að hreyfa sig reglulega og það er nauðsynlegt bæði heilsunnar vegna og til að bæta líkamsímynd okkar. Ekki fresta því sem mikilvægast er: að hugsa vel um þig og þína heilsu. Tryggðu þér pláss á næsta námskeiði. Skráðu þig með því að senda tölvupóst með nafni, kennitölu, símanúmeri, tegund námskeiðs, tímasetningu sem óskað er eftir á heilsuskolitanyu@heilsuskolitanyu.is.