Aqua Zumba

AQUA ZUMBA

AQUA ZUMBA

 cropped-IMG_0246.jpg
Sundlaugar fitness partý
Aqua Zumba notar sömu formúlu og Zumba Fitness en við dönsum í sundlaug, þar sem vatnið veitir auka mótstöðu við hreyfingunum. Tónlistin er mjög skemmtileg og ekki einatt muntu styrkjast alls staðar í líkamanum, heldur verður leyfilegt að skvetta og sulla að vild! Vatnið veitir töluvert meiri mótstöðu en andrúmsloftið – vegna þéttni þess. Öll hreyfing í vatninu verður því töluvert erfiðari en á landi þar sem vatnið myndar umtalsverða mótstöðu á allar hreyfingar og virkar í raun eins og lóð fyrir vöðvana. Afslöppun í heitu pottunum eftir á!
IMG_5359B
Aqua Zumba er líkamsþjálfun í vatni sem veitir góða vellíðan. Aqua Zumba hentar öllum: bæði fólki með liðamóta og/eða bakvandamál sem má ekki hoppa og stunda þolfimi sem og fólki sem vill taka vel á og komast í frábært form á nýjan hátt. Hentar konum og körlum.
Hver iðkandi þarf að hafa eigið aðgangskort í Kópavogslaugina en allir 18 ára og yngri, 67 ára og eldri og öryrkjar fá frían aðgang í sund og borga bara fyrir námskeiðið.
Aqua Zumba

Aqua Zumba

Það skiptir tvímælalaust sköpum að hreyfa sig reglulega og það er nauðsynlegt bæði heilsunnar vegna og til að bæta líkamsímynd okkar. Ekki fresta því sem mikilvægast er: að hugsa vel um þig og þína heilsu. Tryggðu þér pláss á næsta námskeiði. Skráðu þig með því að senda tölvupóst með nafni, kennitölu, símanúmeri, tegund námskeiðs, tímasetningu sem óskað er eftir á heilsuskolitanyu@heilsuskolitanyu.is.
20160206_204553
IMG_5290
IMG_5336B
IMG_5290

Sagan hennar Oddrúnar
Sumarið 2015 fór Oddrún Ólafsdóttir í pop-up Aqua Zumba tíma í Ásgarði. Þá um haustið byrjaði hún svo að stunda Aqua Zumba hjá Kristbjörgu. Eins og svo margir var hún búin að prófa allt undir sólinni í líkamsrækt og einhvern veginn hentaði ekki neitt. Það var líka erfitt að mæta á staðinn rúmlega 150 kg og ætla að fara að taka eitthvað á því. Fyrsti veturinn í Aqua Zumba missti hún 10 kg.

Það var svo um vorið 2016 að Oddrún fór í magahjáveitu aðgerð. Þegar það var orðið auðveldara að léttast þá varð líka auðveldara að hreyfa sig. Haustið 2016 byrjaði Oddrún í Zumba fyrir byrjendur í Heilsuskóla Tönyu. Aqua Zumba heillaði svo mikið að hún vildi sjá hvort Zumba á landi yrði jafn skemmtilegt. Oddrún fór aðeins lengra út fyrir þægindaramman þegar hún ákvað að skrá sig á Strong by Zumba námskeið hjá Tönyu. Í byrjun gat hún ekki einu sinni farið niður á golf og gerði gólfæfingarnar ýmist standandi eða sitjandi á stól. En ekki gafst hún upp!

Á ekki lengri tíma hefur ýmislegt runnið til sjávar. Í febrúar 2017 fékk Oddrún réttindi sem Zumba Fitness, Zumba Kids kennari og er komin með Aqua Zumba kennararéttindi. Sumarið 2017 steig hún svo enn lengra út fyrir þægindaramman og skráði sig á réttindanámskeið í Strong by Zumba. Oddrún hefur nú prófað að kenna Aqua Zumba á námskeiðunum hjá Kristbjörgu og hjá Tönyu.

Í dag þakkar Oddrún Zumba árangurinn sem hún hefur náð. Því án allrar þessarar hreyfingar hefði hún ekkert endilega náð að halda sér svona vel í horfinu. Komin í kjörþyngd og alveg ótrúlega sátt með lífið. Oddrún er fyrirmynd og innblástur fyrir marga til að halda áfram, gefast ekki upp og vera óhrædd við að láta drauma sína rætast þrátt fyrir að í fyrstu virðist það vera ómögulegt. Kjörorð Oddrúnar er:
ZUMBA LÁGMARK EINU SINNI Á DAG.