Klassískt Pilates

KLASSÍSKT PILATES
Klassískt PilatesFinal
Tímar kl. 9.00 á laugardögum.
Í Pilates tímunum verður tekið vel á öllum líkamanum án hamagangs. Tímarnir henta öllum aldurshópum og bæði konum og körlum. Tímarnir verða fjölbreyttir. 45 mínútur munu fara í æfingar og 15 mínútur í teygjuæfingar og slökun, þar sem hlustað verður á róandi tónlist og sjálfsstyrkingar upptökur og slakað á eftir amstur dagsins.
Í Pilates tímunum notum við Pilates hringi til að gera styrkjandi æfingar og nuddrúllur til að nudda og mykja vöðvana. Tímar  kl. 9.00 á laugardögum.
Klassískt Pilates byggist á kerfisbundnum æfingum.
1. Á fyrsta stigi er grunnstyrkur byggður upp í kviðvöðvum og vöðvum sem halda við mænuna. En flesta langvinna bakverki má rekja til ónógs stöðugleika í þessum „grunni“ vöðvakerfisins.
2. Næsta stig miðar að því að byggja upp jafnvægi í styrk og teygjanleika vöðva sem umlykja liði. Teygt er á stuttum vöðvum og slappir vöðvar styrktir. Þetta stuðlar að virkari liðamótum og vinnur m.a. gegn liðverkjum.
3. Þegar jafnvægi og stöðugleika er náð er sífellt erfiðari æfingum smám saman bætt við prógrammið og þannig fer líkamanum stöðugt fram.
Með þessum kerfisbundnu æfingum öðlast líkaminn allur meiri styrk og sveigjanleika þar sem djúpvöðvar líkamans, sem við vissum ekki að væru til, eru þjálfaðir. Æfingarnar móta flottar línur líkamans, gefa m.a. fallega og langa vöðva, sléttan kvið, sterkt bak og stinnan rass. Ennfremur öðlumst við betri líkamsstöðu og aukinn liðleika og drögum þannig úr hættu á meiðslum.

Þar að auki sameinar Pilates teygjur og styrkingu á þann hátt að það kann að virðast auðveldara en önnur æfingakerfi, en staðreyndin er sú að áreynslan er meiri og nær dýpra inn í vöðvana.
Þetta er frábært æfingakerfi sem slegið hefur rækilega í gegn um allan heim.
Heilsuskóli Tanyu er lítill og persónulegur heilsuræktarskóli. Hér er notalegt og afslappað umhverfi þar sem þér mun líða vel og þú munt fá þá fræðslu og leiðsögn sem þú þarfnast til þess að hugsa betur um þig og þína heilsu. Tanya Dimitrova er löggiltur heilsuræktar- og danskennari með nær 30 ára reynslu.
Það skiptir tvímælalaust sköpum að hreyfa sig reglulega og það er nauðsynlegt bæði heilsunnar vegna og til að bæta líkamsímynd okkar. Ekki fresta því sem mikilvægast er: að hugsa vel um þig og þína heilsu. Tryggðu þér pláss á næsta námskeiði. Skráðu þig með því að senda tölvupóst með nafni, kennitölu, símanúmeri, tegund námskeiðs, tímasetningu sem óskað er eftir á heilsuskolitanyu@heilsuskolitanyu.is.