Kvennaleikfimi

KVENNALEIKFIMI
KvennaleikfimiFinal
Back to basics! Þessir tímar eru fyrir konur sem vilja hreyfa sig undir fagmannlegri leiðsögn, styrkja sig, líða betur og hugsa vel um heilsuna. Við munum fá að njóta gömlu góðu Jane Fonda æfinganna með einföldum sporum, fjölbreyttum styrktaræfingum með áherslu á maga, rass, læri og upphandleggi. Í lok hvers tíma verða góðar og árangursríkar teygjur og slökun.
Ef óskað er, verða vigtun, ummáls- og fitumælingar í boði í byrjun og í lok hvers námskeiðs. Sömuleiðis er hægt að fá ráðgjöf um hentugt mataræði með markmiði að bæta heilsuna, grennast eða breyta um lífsstíl.