Zumba Fitness

ZUMBA FITNESS PARTY
ZumbaFitnessJuly2014
Zumba Fitness er skemmtileg, árangursrík og einföld fitubrennslu og þolþjálfunnarveisla, sem er full af gleði og fyllt innblæstri frá Latin dansi. Zumba samanstendur af heitustu og frumlegustu blöndu af tónlist á borð við Salsa, Merengue, Reggaeton, Cumbia og Calipso danssporum. Þar að auki lærum við Hip-Hop, Bollywood, magadans, Swing, Twist, Disco og Flamenco.
Zumba er fyrir fólk á öllum aldri. Í Zumba tímunum hjá Tanyu munt þú læra að dansa, öðlast betri líkamsstöðu og meira sjálfstraust.
Zumba mun koma þér í betra form og betra skap á sama tíma. Tíminn líður hratt í Zumba, þar sem Zumba er hörkuerfið æfing í dulargervi. Þér finnst þú vera að dansa og leika þér á meðan líkaminn þinn er að brenna fullt af hitaeiningum. Zumba mun móta kviðvöðvana þína, mjaðmirnar og lærin. Meira en 15 milljónir manna um allan heim stunda Zumba, sem er vinsælasta fitness æðið í dag.
Tanya stofnaði sýningardansflokkinn Tanya og Zumba Dívurnar á árinu 2010 sem hefur verið með skemmtiatriði við mörg opinber hátíðarhöld á höfuðborgarsvæðinu undanfarin ár (s.s. á þjóðhátíðardegi Íslands).