Zumba Gold

ZUMBA GOLD™ fyrir dömur og herra 60+
ZumbaGoldJuly2014
Zumba Gold – dans og leikfimi. Zumba Gold notar sömu formúlu og Zumba Fitness, en breytir danssporunum og lækkar hraðann, sem hentar betur dönsurum sem eru 60 ára og eldri. Þú getur tekið því rólega með Zumba Gold og skemmt þér konunglega í leiðinni. Þú munt öðlast betri líkamsstöðu og meiri úthald. Tónlistin er jafn skemmtileg og í Zumba Fitness. Í Zumba Gold munt þú læra öll grunnsporin og að samhæfa þig í dansinum. Hentar jafnt konum sem körlum.
ZUMBA GOLD námskeiðið er í boði í FEB, Reyjavík, Stangarhyl 4.
8-vikna námskeið tvisvar í viku kl. 10.30 á mánu- og fimmtudögum, kennari Tanya.
Skráning í síma 588-2111 eða á tölvunetfangið feb@feb.is.