Aqua Zumba

AQUA ZUMBA – SUNDLAUGAR FITNESS PARTÝ

Aqua Zumba

Aqua Zumba notar sömu formúlu og Zumba Fitness en við dönsum í sundlaug, þar sem vatnið veitir auka mótstöðu við hreyfingunum. Tónlistin er mjög skemmtileg og ekki einatt muntu styrkjast alls staðar í líkamanum, heldur verður leyfilegt að skvetta og sulla að vild! Vatnið veitir töluvert meiri mótstöðu en andrúmsloftið – vegna þéttni þess. Öll hreyfing í vatninu verður því töluvert erfiðari en á landi þar sem vatnið myndar umtalsverða mótstöðu á allar hreyfingar og virkar í raun eins og lóð fyrir vöðvana.

Afslöppun í heitu pottunum eftir á!

Aqua Zumba er líkamsþjálfun í vatni sem veitir góða vellíðan. Aqua Zumba hentar öllum: bæði fólki með liðamóta og/eða bakvandamál sem má ekki hoppa og stunda þolfimi sem og fólki sem vill taka vel á og komast í frábært form á nýjan hátt. Hentar konum og körlum.