MJÚKT JÓGA / Curvy Yoga

 

Þórdís Edda Guðjónsdóttir

Þórdís Edda Guðjónsdóttir

Tímar tvisvar í viku kl. 19.15 á þriðju- og fimmtudögum. Kennari Þórdís Edda Guðjónsdóttir.

Curvy Yoga hefur verið útskýrt á ensku sem „body positive yoga for people of all shapes and sizes.“ Í Curvy Yoga fær hver og einn að stunda jóga sem hann getur aðlagað að sínum líkama. Þessi gerð jóga er sérstaklega hugsuð til að hægt sé að útfæra æfingarnar fyrir stærri gerðir líkamsbyggingar. Fólk með ólíkan líkamsvöxt, hvort sem það er þéttvaxið eða grannvaxið, getur valið að stunda Curvy Yoga af ýmsum öðrum ástæðum: svo sem vegna fyrri meiðsla sem geta valdið eymslum í hefðbundnu jóga; hinn „hefðbundni“ tími hentar ekki hvað umgjörð varðar, t.d. vegna fjölda þátttakenda í tímum; sumir þurfa að fá fjölbreyttari útfærslur af jógastöðum eða þetta auka trikk sem getur hjálpað við að ná betra valdi á stöðunni; margir eru að feta sín fyrstu skref í jóga o.m.fl. Í Curvy Yoga er engin samkeppni og ekki ástæða til að bera sig saman við aðra. Curvy Yoga gengur ekki út á megrun eða að létta sig. Það gengur út á að elska og virða líkama sinn eins og hann er og nálgast jóga út frá líkamanum eins og hann er.

Í Curvy Yoga eru stöðurnar ýmist gerðar standandi, sitjandi eða liggjandi og leitast er við að aðlaga jógastöðuna að líkamsbyggingu hvers og eins. Við gerum styrkjandi æfingar, jafnvægisæfingar og hugum að liðleika, öndun og endum tímann á góðri slökun. Reynsla af jóga er ekki nauðsynleg en kröfur eru að þátttakendur geti sest niður og staðið upp af gólfinu (hægt er að fá stól og/eða kubba sér til aðstoðar eftir þörfum). Í Curvy Yoga áttu eftir að finna að þú styrkist og liðkast, getur náð betra valdi á líkamanum og eykur vellíðan á líkama og sál.

Nánari upplýsingar á síðu Edduyoga, www.facebook.com/Edduyoga

Hópmyndir í Heilsuskólanum 2016